Leita í fréttum mbl.is

There is no such thing as a free meal.

Ótrúlegt en satt, að Bjarni sem "broker for Moorings" fékk lánaða skútu (catamaru eða tvíbyrðing) í einn dag.  Við urðum auðvitað arfaglöð,  Stór ný skúta með fjórum káetum, eldhúsi snorkgræum og léttabáti.  Sú sem lánaði bátinn sá ekki einu sinni pungaprofsskýrteinið hjá Bjarna, hvað þá að við þyrftum að skrifa undir einhverja pappíra.  Við sigldum út, sól skein í heiði og rósavín í kæli.  Endurlifðum Króatíufílingin (við sigldum öll saman í Króatíu fyrir fimm árum).   Fyrir utan Viktoriu eru fjórar eyjar og sker sem er þjóðgarður þó að þar séu nokkur minniháttar fimmstjörnu hótel.  Við ætluðum að sigla í kringum stærstu eyjuna í góðum byr, en eitthvað vorum við komin úr æfingu því maginn fór á hreyfingu.  Þá bundum við bátinn við bauju og tókum upp snorkgræjurnar.  Við Bjarni fengum bakteríuna í Egiptalandi í fyrra en þau hin höfðu aldrei upplifað þetta áður.  Þeim fannst þetta æðislegt eins og okkur.  Við sáum allavega lita fiska og allskonar botngróður.  Eftir smá næringu um borð og pólutíska umræðu við þjóðgarðsverðina sem komu til okkar héldum við áfram.  Vindurinn blés þannig í seglin að við gátum ekki skriðið eftir eyjunni og inn sundið þar sem kóralrifin eru.  Við kóralrifin er mesta fjölbreytnina að sjá.  Við sikksökkuðum  fyrir utan um stund og þegar við nálguðumst eyjarnar aftur sáum við brjóta á rifi.  Engar merkingar neinestaðar.  Við hægðum ferðina og fylgdumst með dýptarmælinum þegar allt í einu KRASSS.  Við rákumst á stein sem dólaði undir vatnsborðinu.  Það varð vægast sagt panik um borð.  Og þegar Bjarni sagði að stýrið virkaði ekki og okkur rak í átt að rifinu urðum við náföl undir allri sólbrúnkunni.  Við settur ankerið niður og reyndum að kalla á hjálp, en enginn svaraði.  Svo við tókum aftur upp ankerið og Bjarni reyndi með gírunum og okkur kallandi að stýra fram hjá steinunum og í átt til hafnar.  Við hringdum á skrifstofuna og þeir sögðu að hjálp væri á leiðinni.  Við dóluðum svona lengi og færðumst í átt að bátahöfninni með miklum tiffæringum, aldrei bólaði á hjálpinni.  Við komumst inn í bátahöfnina en þorðum ekki að leggja að.  Loks eftir þó nokkra bið kom hjálpin.  Það hafði komið gat á bátinn og þurfti að taka hann upp.  Stýrið hafði gengið upp og skekst við höggið og ef við hefðum slökkt á vélinni hefði hann sokkið.  Við vorum í djúpum skít.  En erum við ekki með allar okkar tryggingar, ferðatryggingar og platínukort tryggð?  Heldur betur ekki, smáaletrið þú veist...  Ekki var heldur hægt að nota tryggingarnar á bátnum því við höfðum ekki leigt hann.  Þannig að við sátum uppi með tjónið sem við urðum að borga samstundis því á morgun fljúgum við heim.  Þannig fór með sjóferð þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfileg martröð á skemmtilegum draum með bátinn. Ég þakka skemmtilegar frásagnir þínar af veru ykkar á eyjunum. Myndirnar eru frábærar og hafa stytt okkur stundir hérna heima. Eigið góða heimferð, og sjáumst fljótlega. Dóra og Jóhann

Jóhann Úlfars (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Katla
Þórdís Katla
Höfundurinn er húsmóðir úr vesturbænum með stórar skoðanir á öllum hlutum, en ennþá stærra egó.

Tónlistarspilari

Francois Havelock - Helen zot de Ghislaine

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband