7.10.2008 | 11:56
Heitt og sveitt.
Það hellihringdi í London svo við fórum ekkert niður í bæ, heldur ákváðum að reyna að bóka okkur inn snemma. Vélin fór í loftið á réttum tíma, rétt eftir níu um kvöldið. Risavél og þjónustan öll góð um borð. Sokkar og augnleppar í boði. Síðan var það kvöldmatur og svefntaflan og tíu tíma flugið var liðið. Það fyrsta sem mætti okkur var hitinn. Þrjátíu stig, en virkar meira vegna rakans, og enginn vindur. Robin beið fyrir utan og keyrði okkur í húsið. Við fórum aðeins í sjóinn aðeins til að fá tilfinninguna, hann er hreinn unaður, þó að staðurinn sem víð fórum út hafi verið aðeins of líflegur fyrir minn smekk ( miklir þörungar ). Við Sváfum eins og rotuð þó að regnið drundi á þakinu. Því hér er að byrja vetur eða regntímabil núna Robin fór með okkur á bílnum til að versla í morgun. Gjaldmiðillin hér er Rupees sem er í kringum tíu íslenskar krónur. (Miðað við normal ástand). Við keyptum vatn og nauðsynjar, svona aðeins meira en helgarinnkaup. Fyrir þetta borguðum við þúsund Rupees, sem okkur fannst nokkuð mikið miðað við að laun í lægri kantinum væri í kringum tvö til þrjú þúsund. Enda þurfa þeir, eins og við að flytja megnið af nauðsynjavörum inn. Gjaldeyrir er af skornum skammti og allir vilja skipta evrum, sem er hagstæðara en að skipta í banka. Það hefur hringt hér síðan um hádegi, en hitinn er sá sami. Mig langar að opna glugga og fá ferst loft inn, en það er ennþá heitara og sveittara úti.
Við Hlín í hádegismat á veröndinni .
Tónlistarspilari
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Hlín Ágústsdóttir
- Verkefnið Hér er að finna heimasíðu yfir verkefnið á Seychelles
Athugasemdir
Hæ, en notalegt hjá ykkur! Spurning á Helpdesk: Er ekki hægt að fá stærri myndir?
Louisa Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:49
Gaman að sjá að þið ætlið að gefa okkur heima hlutdeild í ævintýri ykkar á miðju Indlandshafi. Þið eruð virkilega flott að gera þetta, gangi ykkur vel. Ég mun líta reglulega inn, svo Þórdís þú verður að vera duglega að blogga og birta myndir( betri en þessi núna). Bjarni ætti ekki að vera skotaskuld að redda því. kveðja Jóhann Úlfars
Jóhann Úlfarsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.