8.10.2008 | 17:13
Seychelles eyjar og kynlífssniglar.
Seychells er eyjaklasi í miðju Indlandshafi. Eyjarnar eru 115 og nokkrir tugir af kóralrifum. Ekki er byggð á öllum eyjunum og sumar eru í einkaeign. Á eyjunum samanlagt búa í kringum 90 þúsund, og þar af 60 þúsund á stærstu eyjunni sem er Mahé. Höfuðborgin er Victoria og rétt fyrir utan hana er flugvöllurinn á landuppfyllingu. Eyjan Mahé er öll skógi vaxinn, þar er líka hæsta fjallið, rétt um níu hundruð metrar. Við erum sem sagt á Mahé, en ekki sömu megin og Victoria, sem er af svipaðri stærð og Akureyri og álíka mikill sveitafílingur. Víkin hér heitir Beau Vallon og ströndin Mare Anglais eða Enska ströndin, en hún er stærsta ströndin á eyjunni. Þessi strönd er mjög mikið frábrugðin ströndum við miðjarðarhafið. Það eru ekki almenningssalerni, engar sturtur, sólbekkir, barir, sölubásar og guð sé lof engin hávær tónlist. Tvö til þrjú lítil hótel, hvítur sandur og heitur sjór. Nóg pláss, allt náttúrulegt og sveitalegt. Sjórinn er aðeins kaldari núna eftir rigningarnar, svona eins og sundlaug. Annars er allt í bullandi rólegheitum
Ég fór út í garð í gær eftir mikla rigninganótt og þar var fullt af risa-sniglum og sumir í mjög kyn-legum stellingum. Þetta er það mest krassandi síðan við komum. Hlín er í sjokki.
Tónlistarspilari
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Hlín Ágústsdóttir
- Verkefnið Hér er að finna heimasíðu yfir verkefnið á Seychelles
Athugasemdir
Er þá kynlif helst stundað á morgnanna, sko hjá sniglunum. Gott orð sniglasex. Þið takið ykkur öll vel út í strætó, gæti verið gott auglýsingarefni, sem hljóðaði einhvern vegin svona. "Jafnvel Þórdís og Bjarni Ómar taka strætó"
kveðja héðan af fjármálaóefniseyjunni, þar sem gengið rokkar meira en bestu rokksveitir.
jóhann úlfars
Jóhann Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.