Leita í fréttum mbl.is

Partý-helgi

Það var ákveðið þegar við komum að grilla laumufarþegann. lambalærið með Robin, konu hans Margreti og vinahópi á föstudagskvöldið.  Partýið var svo haldið heima hjá bróðir Robins, William og konu hans Mary.  Auk þeirra voru nokkrir vinir og fullt af börnum.  Heimili þeirra  er betur búið en hjá meðal Jóni, stór flatskjár, stór upplýstur garður og útigrill sem kom að góðum notum við að grilla lambið.  Auk lambsins voru þau með grillaðan sverðfisk, kjúklinga,  hrísgrjón, graskerssalat ofl.  Í forrétt fengum við reyktan lax og eðalvínin flutu.  Gestrisni eins og best var á kosið.  Við sátum og skröfuðum í tunglljósi með leðurblökur fljúgandi yfir höfðum okkar langt fram eftir nóttu.  Það náðist upp ótrúlega góð stemming og allir í góðum fíling þegar haldið var heimleiðis.  Robin keyrði auðvitað, hér eru engar blöðrur til að blása í.  Heima reif Bjarni upp símann og hringdi í Dóminós á Íslandi og pantaði pizzu.  Þegar gaurinn sem svaraði spurði "sækja eða senda", trylltist Bjarni úr hlátri og sagði honum að senda hana en hafa hana extra heita.  Gaurinn spurði hvort hann vildi extra pepperóní en Bjarni sagðist vilja hana mjög heita því það þurfi að senda hana svo langt.  Svo hló Bjarni og hló.  Daginn eftir vorum við svolítið drusluleg, en góður sundsprettur og smá lúr á ströndinni lagar allt.  Við vorum kominn í náttfötin og hálfa leið upp í rúm þegar Robin hringdi til að bjóða okkur út áð dansa.  Hlín hefur ekkert farið á diskotek síðan hún kom, svo við gátum ekki sagt nei.  Í partýgallann og svo vorum við á leiðinni á Tequila boom.  Klíkan hittist fyrir utan staðinn og William bauð í glas, hann var með barinn í skottinu, glös klaka og allt.  Inni var þvílíkur hiti og tónlistinn ærandi en við dönsuðum "af okkur rassgatið" eins og sagt er.  Aðal tónlistinn hér er kölluð Sega, nokkurs konar samba með mjög hröðum takti.  Við vorum eins og hundar af sundi en þá fór Mary að kenna okkur að dansa  Sega og það fór alveg með hárgreiðsluna, eða er "wet look" inn?  Við vorum komin heim um fjögur, Robin keyrði okkur, en það var ekkert farasnið á hinum.  Svo vorum við mætt með rósavínsflösku til Lise klukkan hálf tólf daginn eftir.  Hún bauð okkur í hádegismat; grillaðan fisk svínasteik í ofni og grillaðan kjúkling.  Í eftirrétt fengum við sætar kartöflur í kókós og ís.  Allir eru mjög vingjarnlegir og leggja metnað sinn í að vera gestrisnir og við njótum þess.  Það er mjög gaman að fá tækifæri til þess að kynnast fólkinu hér og lífsstíl þess.   Helgin endaði á Því að Bjarni fékk Pizzuna á Pizzustað hér nálægt,  þó við þyrftum að bíða klukkutíma eftir henni.  Síðan tókum við Hlín sundsprett í kvöldhúminu meðan Bjarni var að bíða eftir reikningnum.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 maður verður svangur á að lesa þetta mín kæra.  Good luck.

Adda (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:52

2 identicon

5 rétta máltíðir dag eftir dag, og svo dansinn how happy can you be

gunnsý (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Katla
Þórdís Katla
Höfundurinn er húsmóðir úr vesturbænum með stórar skoðanir á öllum hlutum, en ennþá stærra egó.

Tónlistarspilari

Francois Havelock - Helen zot de Ghislaine

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband