18.10.2008 | 16:35
Bazar Labrin.
Á miðvikudagskvöldum er slegið upp sölubásum fyrir ofan ströndina og þar er seldur heimilisiðnaður; matur, landi, skartgripir ofl. Lise á sinn fasta bás og selur mat sem hún eldar heima hjá sér. Hún býr hér rétt hjá með manni sínum og dætrum þeirra, Scaamilu og Siamíu, þær eru góðar vinkonur Hlínar. Lise leyfði mér að koma og hjálpa sér við að elda matinn fyrir Bazarinn og kynnast í leiðinni kreolamatargerð. Ég fór upp úr hádegi en þá var hún byrjuð á undirbúningnum. Hér þarf að gera allt frá grunni. Hún undirbjó tvær tegundir af fisk og svínakjötssneiðar til að grilla um kvöldið auk fjögurra pottrétta. (Meira um það seinna). Hún kenndi mér það meðal annars, að nota megi óþroskað mango sem sítrónu, því hér eru sítrónur sjaldséðar. Við prófuðum þetta í ginið og sprite-ið (ekkert tonik) áður en við fórum á Bazarinn að borða og það virkaði fínt. Á Bazarinn koma aðallega innfæddir til þess að borða kvöldmat, þeir fara annars sjaldan út að borða, sýna sig og sjá aðra. Þarna er líka seldur landi, svo það getur verið mikið stuð. Það er kveiktur eldur og svo er spilað, sungið og trommurnar slegnar. Það eru aðallega karlmennirnir sem syngja og dansa og konurnar fá sér meira að borða, þær eru svolítið búttaðar hérna. Réttirnir eru ódýrir, svo það er gaman að ganga á milli og smakka. Svo er setið úti smá stund áður en haldið er heim.
Tónlistarspilari
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Hlín Ágústsdóttir
- Verkefnið Hér er að finna heimasíðu yfir verkefnið á Seychelles
Athugasemdir
Þetta hljómar skemmtilegt! Væri ekki svolítið sniðugt að þú kynntir fyrir okkur frænkunum þessa matargerð við tækifæri þegar þú kemur aftur? við gætum jafnvel dansað og slegið á trommur eftir eldamennskuna :)
kv. Oddný Rósa
Oddný Rósa (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.