Leita í fréttum mbl.is

Ferðin til Praslin og La Digue

Við vorum vöknuð fyrir sex og komin til Victoriu fyrir sjö, en þaðan er klukkutíma sigling til Praslin.  Bjarni hafði verið í sambandi við einhvern sem vinnur hjá ferjunni og hann hjálpaði okkur með miðana og stýrði okkur inn á fyrsta farrými.  Þar sátum við í vel loftkældu, flottum morgunmat og köldum klútum.  Praslin er rúmlega helmingi minni en Mahé en að mörgu leiti svipuð.   Við byrjuðum á að taka leigubíl að hótelinu koma okkur fyrir og taka bíl aftur á bryggjuna til að taka aðra ferju til La Digue.  Sú ferð tók um 20 mín.  La Digue er enn minni en Praslin, en þar eru svo til engin bílaumferð. Allir eru á hjólum, jafnt heimamenn sem ferðamenn nema þeir sem taka uxakerrurnar.   Á þessum eyjum sér maður mikið fleiri ferðamenn en annarsstaðar.   Við leigðum okkur hjól og hjóluðum um eyjuna.  Þar er þjóðgarður og  í honum eru risaskjalbökur í girðingu.  Þær voru æðislegar, fornar og ferlegar.  Við urðum vitni að misheppnuðu mökunarferli, með hljóðum,  milli stórrar karl-böku og unglinga-böku, hún "hljóp" hann af sér.  Svo hjóluðum við á ströndina, fallega hvíta strönd með svörtum klettum.  Við skriðum í skugga klettana og fengum okkur kríu.  Hjóluðum svo til baka í ferjuna og aftur til Praslin.  Hótelið okkar þar var allt byggt í A-bústöðum á stólpum hátt uppi í hlíðinni..  Ótrúlega svalir og þægilegir og útsýnið stórfenglegt.  Morguninn eftir var líka tekinn snemma.  Ekki hægt að sofa fyrir brakinu í pálmablöðunum í golunni og garginu í krákunum.  Við tókum bílaleigubíl, fjögurra manna jeppling, að hruni kominn.  Maður er sko farin að slá af kröfunum.   Keyrðum að öðrum þjóðgarði sem er skógur með pálmum og trjám sem eru hvergi annarstaðar í heiminum, eins og Coco de mer.  Við féllum alveg í stafi, þvílíkt sem þetta var stórfenglegt og stærðin á gróðrinumvar yfirgengileg.  Þaðan lá leiðin á golfvöllinn Lemuria.  Við fengum að fara inn að skoða, svo fór Bjarni að tala við yfirmennina og áður en við vissum vorum við komin í tvo golfbíla.  Völlurinn er talinn einn af þeim flottari og það var virkilega gaman að skoða hann.  Begga var með tárin í augunum og fiðring í sveiflunni.  Síðan var keyrt eins og skrjóðurinn komst til Anse Lazio sem er með fallegri ströndum sem ég hef séð.  Hvítur fíngerður sandur, eins og hveiti undir iljunum.  Við rétt náðum að leika okkur svolítið í öldunum áður en tími var kominn til að halda heim á leið.  Þó að það færi vel um okkur á fyrsta farrými vorum við Hlín frekar sjóveikar.  Bjarni og Ágúst voru glaðir yfir einum köldum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið æðisleg ferð hjá ykkur! Minns fær "heimþrá" þegar hanns les þetta - La Digue er yndisleg og svo er auðvitað Anse Lazio einstök - og hvítu sköturnar sem liggja á hvíta botninum í "glæra" sjónum algert upplevelse.... Hrísey er flott en þetta er anderleðes... Frábærar myndir og góða áframhaldandi skemmtun.  Einn öfundsjúkur......

G.Bjarni (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:12

2 identicon

Mikið er þetta nú allt huggulegt og skemmtilegt hjá ykkur.... Hlökkum samt til að fá ykkur heim!!

Edda, Þórður og Darri....

Edda Karen (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Katla
Þórdís Katla
Höfundurinn er húsmóðir úr vesturbænum með stórar skoðanir á öllum hlutum, en ennþá stærra egó.

Tónlistarspilari

Francois Havelock - Helen zot de Ghislaine

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband