Leita í fréttum mbl.is

Ferðalok.

Þessar fimm vikur á Seychelles hafa liðið eins og draumur.  Við hefðum alveg viljað vera lengur, en það verður samt gott að koma heim.  Það sem hefur áunnist fyrir "Helpdeskið" er að formleg stofnun er á næsta leiti.  Bjarna fundaði með aðila frá Menntamálaráðuneytinu, þeir eru mjög ánægðir með framgang mála og telja sig geta nýtt sér hugmyndir okkar.   Samstarfssamningur verður væntanlega undirritaður innan fárra vikna.  Menntamálaráðuneytið mun fyrst í stað fjármagna "Helpdeskið", en markmiðið er að innlendir styrktaraðilar sjái alfarið um fjármögnunina.  Innfæddir aðilar, lögfræði- og endurskoðandaskrifstofa  hafa bæst í hóp styrjaraðila.  Búið er að safna tölvum og prenturum á Íslandi og í Englandi.  Nú þarf að finna styrktaraðila til að kosta flutninginn til Seychells.  Starfið heldur sem sagt áfram að fullum krafti.  Bjarni er langt frá því að vera búin að vinna fyrir þetta verkefni og heyrist mér á honum að ekki muni líða langur tími þar til við syndum aftur í yndislega sjónum á Seychelles.Lavi-Lontan-Seychelles-Seychellen

 

 

Mig langar að leyfa ykkur að heyra lag frá Mahé sem innfæddir erumjög hrifnir af.  Þetta lag er af nýútgefnum diski Lavi lontan og mjög vinsæll.  Minnir mig á Seychells.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gott að verkefnið ykkar hefur gengið vel.

Velkomin heim

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 14:04

2 identicon

Hlakka til að fá ykkur heim. hafið það gott á afmælinu á morgun :)

Oddný Rósa Ásgeirdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Katla
Þórdís Katla
Höfundurinn er húsmóðir úr vesturbænum með stórar skoðanir á öllum hlutum, en ennþá stærra egó.

Tónlistarspilari

Francois Havelock - Helen zot de Ghislaine

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband