Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 19:18
Ferðin til Praslin og La Digue
Við vorum vöknuð fyrir sex og komin til Victoriu fyrir sjö, en þaðan er klukkutíma sigling til Praslin. Bjarni hafði verið í sambandi við einhvern sem vinnur hjá ferjunni og hann hjálpaði okkur með miðana og stýrði okkur inn á fyrsta farrými. Þar sátum við í vel loftkældu, flottum morgunmat og köldum klútum. Praslin er rúmlega helmingi minni en Mahé en að mörgu leiti svipuð. Við byrjuðum á að taka leigubíl að hótelinu koma okkur fyrir og taka bíl aftur á bryggjuna til að taka aðra ferju til La Digue. Sú ferð tók um 20 mín. La Digue er enn minni en Praslin, en þar eru svo til engin bílaumferð. Allir eru á hjólum, jafnt heimamenn sem ferðamenn nema þeir sem taka uxakerrurnar. Á þessum eyjum sér maður mikið fleiri ferðamenn en annarsstaðar. Við leigðum okkur hjól og hjóluðum um eyjuna. Þar er þjóðgarður og í honum eru risaskjalbökur í girðingu. Þær voru æðislegar, fornar og ferlegar. Við urðum vitni að misheppnuðu mökunarferli, með hljóðum, milli stórrar karl-böku og unglinga-böku, hún "hljóp" hann af sér. Svo hjóluðum við á ströndina, fallega hvíta strönd með svörtum klettum. Við skriðum í skugga klettana og fengum okkur kríu. Hjóluðum svo til baka í ferjuna og aftur til Praslin. Hótelið okkar þar var allt byggt í A-bústöðum á stólpum hátt uppi í hlíðinni.. Ótrúlega svalir og þægilegir og útsýnið stórfenglegt. Morguninn eftir var líka tekinn snemma. Ekki hægt að sofa fyrir brakinu í pálmablöðunum í golunni og garginu í krákunum. Við tókum bílaleigubíl, fjögurra manna jeppling, að hruni kominn. Maður er sko farin að slá af kröfunum. Keyrðum að öðrum þjóðgarði sem er skógur með pálmum og trjám sem eru hvergi annarstaðar í heiminum, eins og Coco de mer. Við féllum alveg í stafi, þvílíkt sem þetta var stórfenglegt og stærðin á gróðrinumvar yfirgengileg. Þaðan lá leiðin á golfvöllinn Lemuria. Við fengum að fara inn að skoða, svo fór Bjarni að tala við yfirmennina og áður en við vissum vorum við komin í tvo golfbíla. Völlurinn er talinn einn af þeim flottari og það var virkilega gaman að skoða hann. Begga var með tárin í augunum og fiðring í sveiflunni. Síðan var keyrt eins og skrjóðurinn komst til Anse Lazio sem er með fallegri ströndum sem ég hef séð. Hvítur fíngerður sandur, eins og hveiti undir iljunum. Við rétt náðum að leika okkur svolítið í öldunum áður en tími var kominn til að halda heim á leið. Þó að það færi vel um okkur á fyrsta farrými vorum við Hlín frekar sjóveikar. Bjarni og Ágúst voru glaðir yfir einum köldum.
Ferðalög | Breytt 3.11.2008 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2008 | 19:07
Bílferð um Mahé.
Ferðalög | Breytt 3.11.2008 kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 16:36
Festival kreol.
Einu sinni á ári er haldin Festival kreol og stendur hún í viku frá og með 25. okt. Hátíðarhöldin eru stærst í Victoriu og fara þau fram á íþróttavelli nálægt miðbænum. Þar var sett upp svið sem var eins og flugvél í laginu, auglýsing frá Air Seychelles. Hljómsveitir spiluðu sega og dansmeyjar dönsuðu hálfgerðan magadans. Takturinn er of hraður fyrir dansspor svo maður hreifir bara mjaðmirnar, eða lyftir upp höndunum og hristir sig. Á öðrum stað nálægt miðbænum var settur upp markaður með mat og handunnum vörum. Maturinn er aðallega dæmigerður kreola-matur, sem er blanda af frönskum og indverskum réttum. Mikið er um allskonar stöppur sem eru borðaðar með hrísgrjónum, chutney og chilli. Fiskréttirnir eru líka vinsælir og er fiskurinn grillaður heill með beinum og roði og blöndu af engifer, hvítlauk og chilli. Lise var með bás í Vichtoriu um helgina og eldaði bæði fyrir hádegismat og kvöldmat. En hún verður með bása á mismunandi stöðum alla vikuna, Hún er búin að vera í marga mánuði að undirbúa hátíðina með því að safna í frystikistuna. Það er mikið borðað og drukkið, en klukkan tíu um kvöldið var allt búið og þá taka dikótekin við fyrir þá sem það vilja. Matarmenningin hér er partur af umhverfinu og væri erfitt að endurskapa annarsstaðar. Eins og ég hef áður minnst á nota þeir mango mikið í ýmsa rétti. Það má segja að mango sé aðalávöxturinn á eyjunum, enda fljótsprottin, við horfum á þá vaxa á trénu í garðinum. Óþroskað mango nota þeir í staðin fyrir sítrónu eða raspa það niður þrýsta öllum safanum úr og steikja það upp úr olíu með lauk, salti og pipar. Þetta nota þeir svo sem meðlæti í staðin fyrir salat, eða það sem þeir kalla chutney. Þetta gera þeir líka við papaya ávöxtinn sem vex líka hér út um allt Fullþroskuðu ávextina nota þeir sem eftirrétti eða í ávaxtasallöt. Kartöflur nota þeir ekki mikið, enda vaxa þær ekki hér. Sætar kartöflur nota þeir hins vegar með rót sem þeir kalla cocojam og er soðið saman upp úr cocosmjólk og vanillu og verður að sætum eftirrétti. Soðnar rætur, casava og cocojam, eru notaðar, sem meðlæti. Kökur sér maður sjaldan, en hægt er að fá cocos- og banana formkökur. Brauðin eru öll úr hvítu hveiti og úrvalið ekki mikið. Fiskurinn er vinsæll ekkert mjög dýr og fjölbreyttur. Mikið er um saltaðan og þurrkaðan fisk sem þeir sjóða svo í stöppu. Meira að segja er tekið innan úr hákarlshausunum hann soðinn og brytjaður niður í mauk. Cocoshnetur eru líka mikið notaðar og vaxa hér nokkrar tegundir. Þeir fínraspa cocosinn hella vatni yfir og "vinda" með höndunum til að fá cocosmjólkina. Flestir réttirnir eru undirbúnir frá grunni og því fer mikill tími hér í eldamennskuna, en útkoman er góð og fer vel í maga.
Ferðalög | Breytt 31.10.2008 kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 16:59
Fólkið á Mahé.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 16:35
Bazar Labrin.
Á miðvikudagskvöldum er slegið upp sölubásum fyrir ofan ströndina og þar er seldur heimilisiðnaður; matur, landi, skartgripir ofl. Lise á sinn fasta bás og selur mat sem hún eldar heima hjá sér. Hún býr hér rétt hjá með manni sínum og dætrum þeirra, Scaamilu og Siamíu, þær eru góðar vinkonur Hlínar. Lise leyfði mér að koma og hjálpa sér við að elda matinn fyrir Bazarinn og kynnast í leiðinni kreolamatargerð. Ég fór upp úr hádegi en þá var hún byrjuð á undirbúningnum. Hér þarf að gera allt frá grunni. Hún undirbjó tvær tegundir af fisk og svínakjötssneiðar til að grilla um kvöldið auk fjögurra pottrétta. (Meira um það seinna). Hún kenndi mér það meðal annars, að nota megi óþroskað mango sem sítrónu, því hér eru sítrónur sjaldséðar. Við prófuðum þetta í ginið og sprite-ið (ekkert tonik) áður en við fórum á Bazarinn að borða og það virkaði fínt. Á Bazarinn koma aðallega innfæddir til þess að borða kvöldmat, þeir fara annars sjaldan út að borða, sýna sig og sjá aðra. Þarna er líka seldur landi, svo það getur verið mikið stuð. Það er kveiktur eldur og svo er spilað, sungið og trommurnar slegnar. Það eru aðallega karlmennirnir sem syngja og dansa og konurnar fá sér meira að borða, þær eru svolítið búttaðar hérna. Réttirnir eru ódýrir, svo það er gaman að ganga á milli og smakka. Svo er setið úti smá stund áður en haldið er heim.
Ferðalög | Breytt 19.10.2008 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 20:06
Verkefnið " Helpdesk "
Á mánudaginn var fundur hjá Bjarna og Robin hér í húsinu. Þeir fóru meðal annars yfir kostnaðaráætlun fyrir Verkefnið og leiðir til þess að mæta þeim kostnaði. Hvaða hugbúnað skyldi velja, með þarfir Helpdesksins í huga og ver næstu skref skuli vera. Áður en við komum út var Bjarni búinn að vera í sambandi við Logmein, hugbúnaðarfyrirtæki sem lýsti sig reiðubúið til að styrkja Verkefnið í formi hugbúnaðar. Fyrsta skrefið virðist að stofna fyrirtæki sem gæti séð um reksturinn og fá styrktaraðila til þess að sjá um þann kostnað, sem af því leiðir. Í farveginum er samningur við Menntamálaráðuneytið hér á Seychelles sem hefur lofað fjárhagslegum stuðningi við Verkefnið. Bjarni og Hlín fóru svo á fund í dag með Cable & Wireless. Þeir styrkja þetta verkefni meðal annars með því að sjá þeim fyrir húsnæði, er koma hingað í sjálfboðavinnu. C&W er eitt stærsta símafyrirtækið á eyjunum. Þeir hafa stutt ríkið í að netvæða alla skóla Seychelles frítt.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 20:20
Partý-helgi
Ferðalög | Breytt 21.10.2008 kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 22:38
Hundgá um nótt.
Ferðalög | Breytt 12.10.2008 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2008 | 19:57
Kreppa og vöruskortur.
Ferðalög | Breytt 21.10.2008 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2008 | 17:13
Seychelles eyjar og kynlífssniglar.
Seychells er eyjaklasi í miðju Indlandshafi. Eyjarnar eru 115 og nokkrir tugir af kóralrifum. Ekki er byggð á öllum eyjunum og sumar eru í einkaeign. Á eyjunum samanlagt búa í kringum 90 þúsund, og þar af 60 þúsund á stærstu eyjunni sem er Mahé. Höfuðborgin er Victoria og rétt fyrir utan hana er flugvöllurinn á landuppfyllingu. Eyjan Mahé er öll skógi vaxinn, þar er líka hæsta fjallið, rétt um níu hundruð metrar. Við erum sem sagt á Mahé, en ekki sömu megin og Victoria, sem er af svipaðri stærð og Akureyri og álíka mikill sveitafílingur. Víkin hér heitir Beau Vallon og ströndin Mare Anglais eða Enska ströndin, en hún er stærsta ströndin á eyjunni. Þessi strönd er mjög mikið frábrugðin ströndum við miðjarðarhafið. Það eru ekki almenningssalerni, engar sturtur, sólbekkir, barir, sölubásar og guð sé lof engin hávær tónlist. Tvö til þrjú lítil hótel, hvítur sandur og heitur sjór. Nóg pláss, allt náttúrulegt og sveitalegt. Sjórinn er aðeins kaldari núna eftir rigningarnar, svona eins og sundlaug. Annars er allt í bullandi rólegheitum
Ég fór út í garð í gær eftir mikla rigninganótt og þar var fullt af risa-sniglum og sumir í mjög kyn-legum stellingum. Þetta er það mest krassandi síðan við komum. Hlín er í sjokki.
Ferðalög | Breytt 10.10.2008 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Hlín Ágústsdóttir
- Verkefnið Hér er að finna heimasíðu yfir verkefnið á Seychelles