Leita í fréttum mbl.is

Kreppa og vöruskortur.

Í gær fórum við í bæinn, eða til Victoriu, til að kaupa í matinn.  Það var líka rigning og ekki hægt að fara á ströndina.  Hlín langaði í brúnt brauð, sem aðeins fæst í höfuðstaðnum.  Ferðin með strætó tekur um tuttugu mínútur.  Upp hæð með hlykkjum og skrykkjum og niður hinum megin á eyjunni, með sömu sveigunum.  Búðin var í betra hverfinu, þar sem ráðuneytin eru og úrvalið var heldur fjölbreyttara, en aðeins tíu til tuttugu stykki af hverju og sumar hillurnar nánast tómar.  Allt brauð var búið nema rúsínubrauð, við létum okkur hafa það.  Ég keypti eina dós af kartöfluflögum (aðeins til ein sort), ólífuolíu (ekki dýrari týpuna), instant kaffi og smá oststykki (gat valið um tvær tegundir).  Fyrir þetta borgaði ég sem samsvarar 4000 ísl. kr.  Kennaralaun eru á milli 40 til 50 þús ísl. kr.  Þannig að þessar vörur eru ekki á borðum hjá þeim oft í viku.  En hér er engin kreppa og engin vöruskortur, þetta er veruleikinn hjá lítilli eyþjóð sem þarf að flytja inn mest allt af sínum nauðsynja-vörum.  Krakkarnir eru búttaðir, unglingarnir fitt og konurnar þybbnar, svo hver er að kvarta.  En ég kvartaði þegar við stigum út úr strætó á miðjum annatíma, þar sem við þurftum að standa alla leiðina.  Allir gluggar lokaðir því það rigndi svo mikið úti og inni eins og í gufubaði.  Það lak af Bjarna niður á konurnar sem sátu bókstaflega undir höndunum á honum.  En auðvitað vorkennum við ykkur öllum í kreppunni á Íslandi.  Við komum heim í hjálparstarf eftir mánuð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa þetta frá ykkur og heyri að þetta er allt eins og það á að vera – heitt og sveitt....

Þið verðið svo að setja fleiri myndir – og endilega segja okkur hvort Bjarni hafi borðað sniglana en þetta er gourmet matur og Bjarni mikill „konnesör“ J

Legg til að þið finnið aðra stóra búð sem er við Hlemm (strætóstöðina) – er í English River og þar eru verðin mun lægri en í Super Save sem er í raun super-expensive.... Robin veit hvar hún er.

Góða skemmtun og njótið stundarinnar – carpe diem.

Gummi Bjarni

Gummi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:58

2 identicon

Kíkti við og skoðaði bloggið, vil sjá fleiri myndir samber nótuna hér að ofan. Hafiði það gott um helgina og njótið alls þess skemmtilega sem við ykkur blasir. Ég sjálfur ætla að Esjuna aftur í fyrrmálið.

 kveðja

joulf

jóhann úlfars (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Katla
Þórdís Katla
Höfundurinn er húsmóðir úr vesturbænum með stórar skoðanir á öllum hlutum, en ennþá stærra egó.

Tónlistarspilari

Francois Havelock - Helen zot de Ghislaine

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband