Leita í fréttum mbl.is

Hundgá um nótt.

Ég ætlaði aldrei að geta sofnað í gærkvöldi.  Morguninn eftir sagði Hlín mér að hún hefði átt í sömu erfiðleikum.  Það var óvenjulega ragt og mollulegt.  Svo þegar ég var að sofna byrjuðu hundarnir að gelta.  Hér er allt fullt af villihundum,  eða hundum sem einhver á en hugsar ekkert um.  Þeir halda sig alltaf á sömu slóðum, sumir eru á ströndinni og aðrir hanga fyrir utan hliðin í von um mat.  Þessir hundar eru skítugir og alveg óhirtir og augsýnilega dauðhræddir við að verða barðir.  Bjarni spurði vinkonu Hlínar, Shamilu hvort hún lemdi hundana og hún brosti bara sínu sætast og sagði "yes".  Villihundar eru víst hálfgert vandamál hér á eyjunum.  En í nótt ætluðu þeir aldrei að hætta að gelta, ég lá í rúminu skíthrædd, en Bjarni bara hraut.  Þó að það sé yndislegt að vera hérna er maður alls ekki öruggur, eiturlyfjaneysla er alvarlegt vandamál, og eins þjófnaður.  Við sem útlendingar með dýrar græjur gætum verið auðveld bráð.  Þó þjófnaðir séu ekki algengir er aldrei of varlega farið.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæru vinir. Gaman að fylgjast með þessum nýja lífsstíl ykkar. Gaman væri að fá fleiri myndir og ég vil endilega fá einn svartan bol með sömu áletrun og er á bolnum sem vinur ykkar var í á myndinni. Guðrún og Karó byðja báðar að heilsa. Bestu kveðjur Gunnsý. .

Gudmundur Sighvatsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:25

2 identicon

Hæ -  hafið það sem allra best þarna og njótið þess að vera laus við allt ruglið hérna. Ég kem til með að fygjast með ykkur.

Verð að þjóta - heyrði að þeir í Melabúðinni hefðu náð að útvega hálft bretti af Saxbauta í dós !!

kveðja Jóhann bróðir

Jóhann St. Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:52

3 identicon

Hæ hæ - gaman að geta skroppið svona til ykkar í huganum.  Njótið þess að vera þarna á meðan þið getið.  Eruð þið viss um að þið verðið bara í mánuð ?? :)   Hlakka til að heyra meira.

Kær kveðja,  Hebba frænka

Hrafnhildur Skúladóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:54

4 identicon

Elsku Bjarni og Þórdís - gaman að heyra frá ykkur - við fylgjumst með. Þórdís mín ég mæli með góðum eyrnatöppum!! svona á meðan þú ert að venjast næturtónleikum hjá hundum - geri ráð fyrir því að þú sért farin að venjast Bjarna.........

Knús til ykkar frá Hansí og Begga

Hansína G.Skúladóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Katla
Þórdís Katla
Höfundurinn er húsmóðir úr vesturbænum með stórar skoðanir á öllum hlutum, en ennþá stærra egó.

Tónlistarspilari

Francois Havelock - Helen zot de Ghislaine

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband